Húsgögn frá Vepa

Húsgögn frá Vepa

Vepa var stofnað í Hollandi árið 1971 og er einn fjölbreyttasti framleiðandi af skrifstofu og verkefnamiðuðum húsgögnum í landinu. Öll húsgögn Vepa eru framleidd í verksmiðjum Vepa í Hollandi með sjálfbærni, endurvinnslu og nýtni að markmiði og leggja áherslu á að lágmarka sóun í framleiðslu ásamt heilsu og vellíðan starfsfólks. 

Hemp Fine stólarnir

Hemp Fine stólarnir

Hemp Fine stólarnir

Vepa eru með fyrstu framleiðendum í heimi að hanna safn stóla sem eru búnir til að fullu úr lífrænu efni. Við hönnun skeljarinnar er notast er við hamp sem framleiddur er í Hollandi og trjákvoðu. Skeljarnar að fullu lífrænar, unnar úr plöntum og endurvinnanlegar. Hemp fine stóllinn kemur í nokkrum útgáfum, með eða án örmum og sem barstóll. Þessi framleiðsluaðferð er algjör nýjung og eitthvað sem ekki hefur verið gert áður. 

Plastic Whale

Plastic Whale er húsgagnalína sem er búin til úr endurnýttu plasti sem er veitt upp og hreinsað úr síkjum Amsterdam. Rusl og úrgangur (sem er 80% úr plast) er stærsta ógn við lífríki sjávar og kom upp hugmynd um að hanna húsgögn sem minna á hval. Sjá myndband frá hugmyndarvinnu og framleiðslu á Plastic Whale hér: sjá myndband

vepa chair

Form stólsins endurspeglar tignarlegan sport hvalsins. Stóllinn er búinn til úr 67 endurunnum PET flöskum sem veiddar voru úr síkjum Amsterdam, 

Vepa light

Hugmyndin að Barnacle ljósnu er komin frá hrúðurkörlum sem eru fastir á húð hvalsins. Ljósin eru búin til úr endurnýttu plasti (100 PET flöskum)  sem eru veidd úr síkjum Amsterdam. 

Vepa panell

Þessir fallegu hljóðeinangrandi panelar eru einangraðir með PET filti og PET froðu sem er búið til úr 113 PET flöskum sem eru veiddar úr skurðum Amsterdam. Útlit panelanna minna á rákir á hálsi hvalanna. 

Felt Relax

Felt relax stóllinn er hannaður til að slaka á. Hann kemur í tveimur útgáfum: með eða án höfuðpúða og þremur mismunandi römmum. Efnið er búið til úr 100% endurunnum PET flöskum. 

ypsilon

Ypsilon vinnuborðið er hannað með virkni og vinnuvistfræði að leiðarljósi. Borðið er fjölhæft og býður upp á góða möguleika í hópavinnu. Hægt er að sitja og standa og auðvelt er að stilla rafknúið borðið. Hljóðeinangrandi panell er við boriði og aðgengileg kapalrás. 

Felt næðisklefi

Felt tub næðisklefi er hannaður til að veita næði, hvort sem er fyrir vinnu eða til að slaka á. Klefinn sjálfur er að fullu búinn til úr endurunnum plastflöskum. Hægt er að sjá myndband frá hönnunar og framleiðsluferli stólsins hér: sjá myndband.