

Veiðum endurnar - leikur
DJ02114
Lýsing
Skemmtilegur leikur þar sem leikmenn keppast um að veiða sem flestar endur sem allar eru skondnar á svip. Endurnar eru líka númeraðar sem gefur möguleika á að útfæra leikinn á ýmsa vegu, t.d. með því að láta númerin vera stig sem eru lögð saman og sigurvegari er sá leikmaður sem fengið hefur flest stig.
- Fyrir 2ja ára og eldri
- 2 stuttar veiðistangir og 5 skondnar endur
- Endurnar fljóta og fara ekki á kaf
- Stuttar stangir sem henta litlum höndum
- Hægt að nota bæði úti og inni
Framleiðandi: Djeco
Eiginleikar