UP Cake
FER672293
Lýsing
UP Cake er einfalt en ótrúlega skemmtilegt spil þar sem leikmenn keppast um að ná fyrstir upp á topp á glæsilegum kökuturni. Þetta hljómar sannarlega einfalt en það þarf bæði heppni og hugrekki í þessu kapphlaupi.
- Fyrir 8 ára og eldri
- Fjöldi leikmanna: 2-4
- Spilatími: 15-20 mínútur
- Hönnuðir: Klaus-Jürgen Wrede, Ralf zur Linde, Felix Wermke
- Merki: Fjölskylduspil, krakkaspil, frístund, spilakvöld, einfalt spil, teningaspil, stærðfræðispil
- Útgefandi: Piatnik
Aðferð: Í byrjun umferðar þarf leikmaður að ákveða hvort hann ætli að spila eða sitja hjá. Hann velur síðan tvo (af fimm) teningum og notar þá til að mynda tveggja stafa tölu. Til dæmis er hægt að nota teninga með tölunum 2 og 5 til að mynda 25 eða 52. Hann fer síðan upp kökuturninn eftir því sem talan segir og reynir að komast eins hátt og hægt er. Næsta tala verður svo alltaf að vera hærri en sú fyrri. Ef leikmaður getur ekki notað neinn tening þarf hann að kasta öllum teningum aftur en það má bara gera einu sinni í hverri umferð. Umferð lýkur þegar einhver hefur náð síðasta stigi á kökuturninum eða ef einhverjum mistekst að komast hærra. Spilaðar eru tvær umferðir í hverjum leik.
Eiginleikar