A4

A4 rekur sögu sína meira en fjóra áratugi aftur í tímann og eins og nafn okkar gefur til kynna, þá liggja rætur okkar þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga varðandi rekstrarvörur fyrir skrifstofuna. Við störfum á bæði einstaklings- og  fyrirtækjamarkaði á Íslandi og leggjum metnað okkar í að veita afburða þjónustu með djúpri þekkingu á vöruframboði okkar og metnaðarfullum stafrænum lausnum.

Í dag leggur A4 áherslu á að vera í fararbroddi þegar kemur að vörum fyrir skapandi stundir, auk þess að styðja vel við okkar hefðbundna markað. Slagorð okkar “Fyrir skapandi líf” endurspeglar þá áherslu okkar að bjóða lausnir fyrir allt það sem snýr að sköpun. Skapandi lausnir, skapandi hugsun, skapandi vinnustaði og skapandi umhverfi.

Sköpun á vinnustaðnum, þar sem við bjóðum lausnir til þess að ýta undir og styðja skapandi hugsun og starfsemi. Við bjóðum húsgögn sem aðlaga sig að nútíma vinnustöðum, þar sem sveigjanleiki, samskipti og sköpun skipta miklu máli.

Sköpun á heimilinu, þar sem við leggjum áherslu á að bjóða skapandi vörur fyrir skemmtilegar samverustundir. Við bjóðum úrval af vörum frá gæða framleiðendum til þess að þú eigir betri stundir með börnunum, maka og sjálfum þér. Vörur sem gefa þér frí frá skjánum, örva ímyndunaraflið og veita þér tækifæri til þess að slaka á.

Við hjá A4 leggjum metnað í að bjóða gæðavörur þar sem öll áhersla er á að hugað sé að umhverfisþáttum og samfélagslegri ábyrgð. Við viljum líka leggja okkar af mörkum, við erum jafnlaunavottað fyrirtæki sem leggur áherslu á að lágmarka umhverfisfótsporið af starfsemi okkar. Við teljum starfsfólk okkar framúrskarandi sem endurspeglast í ánægðum viðskiptavinum okkar og góðum starfsanda.

A4 er með starfsemi á átta stöðum á landinu. Skrifstofur okkar og vöruhús er staðsett að Köllunarklettsvegi. Við rekum fjórar verslanir á höfuðborgarsvæðinu; í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og Hafnarfirði. Við rekum jafnframt verslanir á Akureyri, Egilsstöðum og Selfoss.

 

Skipurit

Skipurit

Starfsfólk

Fjármálasvið

Ásdís Anna Guðsteinsdóttir

bókhald/innheimta

Helena Dröfn Jónsdóttir Wellings

bókhald/innkaup

Helga Guðrún Ólafsdóttir

aðalbókari

Jónas Birgisson

framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Húsgögn

Árni Einarsson

söluráðgjafi

Sigurveig Ágústsdóttir

söluráðgjafi

Valgerður Vigfúsardóttir

sölustjóri húsgagna

Skrifstofa

Alfa Lára Guðmundsdóttir

mannauðsstjóri

Egill Þór Sigurðsson

forstjóri

Vilhjálmur Sturla Eiríksson

framkvæmdastjóri sölusviðs

Stórsala

Brynja Kristjánsdóttir

söluráðgjafi heildsala

Bylgja Bára Bragadóttir

sölustjóri stórsölu

Guðrún Pétursdóttir

sölufulltrúi / móttaka

Jón Ragnar Arnarson

söluráðgjafi heildsala

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir

sölufulltrúi / móttaka

Magnús Guðmundsson

söluráðgjafi

Magnús I. Eggertsson

söluráðgjafi

Róbert Þór Jónasson

söluráðgjafi

Soffía Óladóttir

söluráðgjafi menntastofnana

Stefanía Rós Thorlacius Karlsdóttir

söluráðgjafi heildsala - í fæðingarorlofi

Verslanir

Alexandra Guðlaugsdóttir

verslunarstjóri A4 Akureyri

Auður Sigurjóna Jónasdóttir

verslunarstjóri A4 Smáralind

Ásdís Ýr Aradóttir

verslunarstjóri A4 Selfossi

Bjarni Þór Gunnarsson

aðstoðarverslunarstjóri A4 Smáralind

Brynhildur Anna Einarsdóttir

verslunarstjóri A4 Kringlunni

Eva Rán Reynisdóttir

verslunarstjóri A4 Hafnarfirði

Guðbjörg Margrét Sigurðardóttir

aðstoðarverslunarstjóri A4 Hafnarfirði

Sigurborg Þóra Sigurðardóttir

verslunarstjóri A4 Skeifunni

Tinna Kamilla Jóhannesdóttir

aðstoðarverslunarstjóri A4 Skeifunni

Valný Heba Hauksdóttir

verslunarstjóri A4 Egilsstöðum

Vöru- og markaðssvið

Bryndís Björk Ásmundsdóttir

verkefnastjóri virðisstýringar

Gestur Snorrason

vörustjóri

Hafdís Arna Sveinbjarnardóttir

vörustjóri - í fæðingarorlofi

Helga Zoega Gústafsdóttir

vörustjóri

Jana Rut Magnúsdottir

verkefnastjóri

Ólafur Sveinsson

vörustjóri

Sigrún Ásta Einarsdóttir

framkvæmdastjóri

Unnur Einarsdóttir

vörustjóri

Vala Magnúsdóttir

verkefnastjóri

Þórdís Ævarsdóttir

vefverslunarstjóri

Þórdís Ævarsdóttir

vefverslunarstjóri

Vöruhús

Þorgeir Magnússon

vöruhússstjóri

Jafnlaunastefna

 

Markmið
 
Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og er hluti af launastefnu Egilsson ehf. Jafnlaunastefnan byggist á Jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins. Forstjóri samþykkir stefnuna en mannauðsstjóri ber ábyrgð á að framfylgja henni.
 
1.gr.
Jafnlaunastefna Egilsson ehf. er samofin launastefnu fyrirtækisins og er henni ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir. Með því er átt við þá stefnu að greiða starfsfólki jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf samkvæmt skilyrðum jafnréttislaga sem og þeim kröfum sem fram koma í jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Starfsfólk skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. 
Laun eru í 8. tölulið 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, bein og óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Kjör eru í 9. tölulið 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem laun ásamt lífeyris-, orlofs- og veikindaréttindum og hvers konar öðrum starfskjörum eða réttindum sem metin verða til fjár.
 
2.gr.
Egilsson ehf. hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. 
 
3.gr.
Framkvæmdastjórar og aðrir stjórnendur skulu vera meðvitaðir um að stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað og að setja þurfi fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.  
Mannauðsstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Egilsson ehf. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt, s.s. fylgni við viðeigandi lög, reglur og kjarasamninga sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi fylgni við lög. Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.
 
4.gr.
Í kjölfar árlegrar launagreiningar, þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni, þá eru helstu niðurstöður kynntar fyrir starfsfólki og gert grein fyrir hvort til staðar sé kynbundinn launamunur og ef svo er, hvernig hann verði jafnaður. Þá er jafnlaunastefnan  aðgengileg almenningi á ytri vef fyrirtækisins. 
 
5.gr.
Frávik frá mælanlegum jafnlaunamarkmiðum skulu ekki vera umfram 5%.