Tvenna: Marvel Emoji | A4.is

Tvenna: Marvel Emoji

NG4910509

Stórskemmtilegt spil þar sem athygli og hraði skipta miklu máli. Hér eru 55 spjöld sem hvert er skreytt með 8 táknum en aðeins eitt tákn kemur eins fyrir á tveimur spjöldum og markmiðið er að verða fyrst/ur til að finna það. Táknin geta verið misstór og staðsett á ólíkum stöðum á spjöldunum sem gerir það erfiðara að koma auga á þau. Spilið kemur í fyrirferðarlitlu boxi svo það er einfalt og þægilegt að taka það með á milli staða. Hægt er að spila fimm útgáfur með spjöldunum en aðalatriðið í þeim öllum er hraði og eftirtektarsemi. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.


  • Fyrir 6 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 2-8
  • Spilatími: 15 mínútur
  • Höfundur: Denis Blanchot
  • Merkingar: Fjölskylduspil, yngsta stig, frístund, miðstig, unglingastig, félagsmiðstöð, hraðaspil