Túss- og flettitafla Nobo Move & Meet 680x1040mm á hjólum
AC1915644
Lýsing
Nobo Move & Meet Mobile Magnetic Flipchart er vönduð tússtafla með krókum fyrir pappír og segulmögnuðu yfirborði, hönnuð með hreyfanleika og þægindi í huga fyrir skóla- og vinnuumhverfi. Hægt er að skrifa báðum megin á töfluna og stilla hana bæði lóðrétt og lárétt. Auk þess er hægt að láta hana standa eða liggja á borði. Taflan er með króka fyrir pappír. Yfirborð töflunnar er úr endingargóðu og sterku efni sem auðvelt er að þrífa. Hún er á sterkbyggðri hjólagrind svo það er einfalt að færa hana til og hægt er að læsa hjólunum. Hún er einnig með áföstum bakka þar sem hægt er að geyma töflutússpennana og töflupúðann. Fullkomin lausn fyrir skapandi vinnuumhverfi, kennslustofur eða fundarherbergi þar sem fjölhæfni og hreyfanleiki skiptir máli.
- Litur: Hvítur
- Stærð tússtöflu: 680 x 1040 mm
- Hægt að stilla töfluna lóðrétt eða lárétt
- Stillanleg hæð
- Létt og auðveld í meðförum
- Á hjólum, hægt að læsa svo taflan færist ekki til
- Með bogadregnum hornum
- Með krókum fyrir pappír
- Með bakka fyrir töflutúss og töflupúða
- Töflutúss fylgir
- 15 ára framleiðsluábyrgð á yfirborði töflunnar
- Framleiðandi: Nobo
Eiginleikar