Time´s Up! Fjölskyldu - á íslensku | A4.is

Time´s Up! Fjölskyldu - á íslensku

NG491072

Time´s Up! Fjölskyldu er frábært fjölskyldu- og partíspil á íslensku. Time´s Up er heimsþekkt og vinsælt partíspil og ólíkt öðrum spurningaspilum þarf enginn að vera alvitur til að geta spilað. Það þarf bara að beita dálitlum klókindum, hafa einbeitinguna í lagi og leggja á minnið. Time´s Up! Fjölskyldu er spilað í liðum yfir 3 umferðir og í hverri umferð reyna liðin að giska rétt á eins mörg spjöld og hægt er.


  • Fyrir 8 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 4-12
  • Spilatími: 30 mínútur
  • Höfundur: Peter Sarrett
  • Merki: Fjölskylduspil, möndlugjöf, frístund, partýspil


Aðferð: Veljið hvorn litinn á að spila með og deilið svo 30 spilum á milli leikmanna. Allir líta á spilin sín í laumi svo hinir sjái ekki á þau. Ef eitthvert spil er of flókið t.d. eða þið þekkið ekki orðið sem stendur á spilinu, má skipta því út og fá nýtt í staðinn. Þegar allir hafa lesið á sín spil er búinn til stokkur með öllum 40 spilunum. Stokkið spilin og ákveðið svo hvaða lið byrjar.

Umferð 1 - lýsið: Leikmaður hefur 40 sekúndur til að segja hvað sem hann vill til að lýsa því sem er á spilinu hans og liðið hans giskar á hvað það er. Þegar það tekst er spilið sett á borðið, þannig að það snúi upp, og leikmaðurinn lýsir næsta spili.

Umferð 2 - eitt orð: Takið spilin 30 úr síðustu umferð og stokkið þau aftur. Nú má bara segja eitt stakt orð og liðið má bara giska einu sinni.

Umferð 3 - látbragð: Takið spilin 30 úr síðustu umferð og stokkið þau aftur. Nú má bara gefa vísbendingar með látbragði.

Liðið sem giskaði á fleiri spil yfir umferðirnar þrjár stendur uppi sem sigurvegari.