That´s Not a Hat Pop Culture | A4.is

That´s Not a Hat Pop Culture

RAV225897

That´s Not a Hat Pop Culture er ótrúlega skemmtilegt spil fyrir börn og fullorðna, sem er bæði einfalt að læra og þægilegt að taka með t.d. í sumarbústaðinn eða á spilakvöldið. Enginn getur gengið út frá því að standa uppi sem sigurvegari en eitt er víst; það verður mikið hlegið!


  • Fyrir 8 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 3-8
  • Spilatími: 15 mínútur
  • CE-merkt
  • Höfundur: Kasper Lapp
  • Útgefandi: Ravensburger, 2024
  • Merki: Fjölskylduspil, partíspil, partýspil, blekkingarspil, einfalt


Aðferð: Spilið gengur út á að blekkja hina leikmennina; gefa gjafir og þiggja gjafir. Leikmenn reyna að blekkja hina til að ná aðeins lengra en þurfa að fara varlega því ef sá sem fær gjöfina efast upphátt um hvað verið var að gefa honum gæti viðkomandi fengið refsistig. Þegar einhver leikmanna er kominn með þrjú refsistig lýkur umferðinni. Refsistig allra eru að lokum talin saman og sá leikmaður vinnur sem stendur uppi með fæst refsistig.