
Þemagátur Krossgátur #10, #11, #12 & #13
SAE162026
Lýsing
ÞEMAGÁTUR #12
Viðfangsefnin í þessu blaði eru 16 eins og gáturnar eru margar. Í þessari röð er um að ræða rigninguna sem við hér á landi þekkjum svo vel, sjúkdómar sem geta plagað okkur, listamaðurinn og fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson, jólin og aðventan, leikföngin í dótakassanum, Finnland, íslenskir þjóðbúningar, bílvélin sem kemur okkur frá A til B, allir litir heimsins, vatnafuglar, sjávarspendýr, trúarbrögð, lífshlaupið frá því við komum í heiminn og þar til við kveðjum þetta jarðlífi, kjötmeti, villta ameríska vestrið og loks spil og þrautir sem stytta okkur stundirnar.
ÞEMAGÁTUR #11
Í nýjasta blaðinu sem er nr. 11 eru viðfangsefnin íslenska gamanmyndin Dalalíf, borgir þar sem sumarólympíuleikarnir hafa verið haldnir, íbúðarhús, helstu fossar á Íslandi, brauð, stéttarfélög, nautgripir, hreppar, Holland, Asía og þá einkum lönd og borgir í álfunni, Ísafjörður, Norðurþing, íslenski torfbærinn, gömlu mánaðarheitin og síðast en ekki síst ástin. Eitthvað við allra hæfi.
Eiginleikar