Tegundir af garni | A4.is

Garn

Garn er svo sannarlega ekki „bara“ garn. Til eru margar tegundir af garni sem búnar eru til úr mismunandi trefjum/þráðum; náttúrulegum á borð við bómull og ull, gerviefni, eins og t.d. akrýl, og hálfgerviefni, eins og viskós, sem eru unnin úr náttúrulegum efnum en búin til í verksmiðju. Miklu máli skiptir að þekkja eiginleika garnsins til að geta valið garn sem hæfir hverju verkefni fyrir sig. Grófleiki garnsins er misjafn og velja þarf prjóna eða heklunál sem hæfir garninu.

Kynntu þér úrvalið af garninu hjá okkur hér fyrir neðan eða komdu við hjá okkur í næstu A4 verslun og við aðstoðum þig við að finna það sem þú leitar að fyrir prjónana eða heklunálina.

Mohair

Mohairull, eða móhár, er angóraullarefni, unnin af ull angórugeitar. Angórugeit er þakin loðnu hári, ólíkt öðrum geitum, en talið er að hún hafi þróað þennan sérstaka feld vegna umhverfisaðstæðna. Angóraullin er talin sérlega góð vegna þess hversu silkimjúk hún er.

Alpaka

Alpakaullin kemur af alpaka, suðuramerísku kameldýri sem er náskylt lamadýrinu og kemur frá fjöllum Suður-Ameríku. Því þarf ullin að vernda dýrið fyrir öllum veðrum, jafnt í kulda sem hita.

Merino

Merínóull er eitt vinsælasta efni í heimi, enda kostir hennar fjölmargir. Ullin er unnin af merínófé, sem er þekkt fyrir fíngerða ull, og er ódýr, endingargóð, vatnsheld, einangrandi og einstaklega mjúk.

Lopi

Íslenska ullin er engu lík enda hefur íslenska sauðkindin þurft að lifa af síbreytilegt íslenskt veðurfar í gegnum aldirnar og þróað með sér einstaka eiginleika, hún hefur haldist einangruð og býr yfir fjölmörgum eiginleikum frá náttúrunnar hendi sem aðrar tegundir hafa ekki.

Blandað garn

Ekki eru allir sem þola hreinu ullina og því hentar þeim betur að nota ullarblöndur eða blandað garn. Einnig getur blandað garn hentað betur í sumar uppskriftir. Hooked Zpagetti garnið er blanda af bómull og teygju og er t.d. mjög skemmtilegt til að prjóna eða hekla mottur, körfur eða annað fyrir heimilið.

Bomull

Bómull hefur verið notuð öldum saman við að búa til fatnað. Hún er náttúruleg, unnin úr bómullarplöntu sem er ræktuð víða um heim. 100% bómull er í raun eins og náttúrulegt kælikerfi fyrir mannslíkamann því hún andar vel og er rakadæg svo hún hentar því t.d.