Talnagrind með tölustöfum | A4.is

Talnagrind með tölustöfum

INV614073

Talnagrind með tölustöfum.

Lýsing: Talnagrind (Abacus) er ákaflega einföld uppfinning en svo snjöll að hún hefur staðist tímans tönn í árþúsundir. Allt fram til okkar daga hefur hún verið vinsælt reiknitæki fólks víða um heim og hægt er að ná ótrúlegri færni í að reikna á hana. Nemendur geta haft mikið gagn af því að nota talnagrind bæði til að æfa talningu og reikniaðgerðir, einnig getur verið skemmtilegt að nota hana til skráningar.

Talnagrindin er úr plasti með kúlum í fimm litum. Tíu raðir og tíu kúlur í hverri röð. Tölustafirnir frá 1-10 eru letraðir á grindina. Hugmyndir og leiðbeiningar um notkun talnagrinda í samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu fylgja.

Aldur: 1.-4. bekkur.

Framleiðandi: Invicta.