
Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa
FOR227779
Lýsing
Lára og Ljónsi eru stödd í framandi ævintýraveröld með töfrandi tónlist. Allt getur gerst og ímyndunaraflið ræður för. Sigldu af stað inn í draumalandið undir notalegum vögguvísum, sungnum af höfundi Lárubókanna, Birgittu Haukdal.
Krakkar geta bæði hlustað á vögguvísurnar með söng Birgittu og raulað þær sjálf með undirspili. Bókin er skreytt litríkum og fallegum myndum sem gaman er að skoða.