Sveinatunga | A4.is

Sveinatunga

Sveinatunga, fjölnota fundarsalur bæjarstjórnar Garðabæjar, vekur strax athygli gesta fyrir praktíska, sveigjanlega hönnun sem á sama tíma er einkar glæsileg. Veggir eru færanlegir og þannig er hægt að sameina herbergi þegar halda þarf stærri fundi og kynningar. Yrki arkitektar hlutu 1. verðlaun í hönnunarsamkeppni sem sneri að breytingum á þessu húsnæði þannig að það nýttist sem fundaraðstaða, samkomustaður og sýningarrými fyrir bæjarskrifstofur Garðabæjar. Stólarnir frá A4 setja svo punktinn yfir i-ið og sjá til þess að vel fari um fundargesti.

FourCast stólarnir frá FourDesign

FourCast stólarnir frá FourDesign eru hannaðir af Strand og Hvass hönnunarteyminu. Þægindi eru útgangspunktur í hönnun stólanna og V-lagið á bakinu veldur því að þeir styðja vel við mjóbakið. Það er ómetanlegt fyrir arkitekta að geta fengið sama stólinn í svo mörgum útfærslum því það viðheldur heildarsvip rýmisins einkar vel, eins og sést á meðfylgjandi myndum.