Svaraðu rangt til að vinna | A4.is

Nýtt

Svaraðu rangt til að vinna

STDSVARA

Svaraðu Rangt er hörkuspennandi og skemmtilegt fjölskylduspil þar sem spilarar þurfa að svara fjórum léttum og skemmtilegum spurningum. En það er einn hængur: þú þarft að svara röngu svari – og það á  innan við 15 sekúndum!

Til að flækja málin enn meira þarf þó stundum að svara rétt, sem gerir leikinn bæði ruglingslegan og bráðskemmtilegan. Spilið hentar öllum aldurshópum og skapar endalausar hlátursstundir – sérstaklega þegar spurt er spurninga á borð við:

  • „Eru allar íslenskar konur örvhentar á sumrin?“

  • „Finnast kýr á Austurlandi?“

  • „Er hús þriggja stafa orð?“

  • „Er töluð þýska í Þýskalandi?“

Svaraðu Rangt er spilið sem fær alla til að hlæja, fara á taugum og klúðra jafnvel einföldustu spurningum – viljandi!