Sundráðgátan - Spæjarastofa Lalla og Maju
FOR352020
Lýsing
Á jóladag er ólympíumeistarinn Rökkvi Snær að sýna dýfingar og bæjarbúar flykkjast í sund til að sjá hann sýna listir sínar. Eftir glæsilegt stökk neitar Rökkvi Snær að koma upp úr lauginni því sundskýlan hans er horfin. Hvað varð eiginlega um hana? Lögreglustjórinn reynir að koma til að aðstoðar en fljótlega kemur í ljós að búið er að ræna verðmætum úr skápum sundlaugargestanna. Ráðagóðu spæjararnir Lalli og Maja sjá að hér eru einhver brögð í tafli. Sögurnar um Spæjarastofu Lalla og Maju eru með stóru letri og stuttum setningum og henta því vel fyrir börn sem vilja æfa sig í að lesa.
- Höfundar: Helena Willis og Martin Widmark
- Þýðandi: Æsa Guðrún Bjarnadóttir
- Innbundin
- 91 bls.
- Merki: Barnabók, unglingabók
- Útgefandi: Mál og menning, 2024
Eiginleikar