
Sudoku: Over 200 puzzles - Eric Saunders
GAB831506
Lýsing
Falleg bók rúmlega 200 sudoku-þrautum í nokkrum erfiðleikastigum. Bókin hentar því bæði byrjendum og þeim sem eru orðnir lunknir í að leysa sudoku-þrautir. Lausnir við þrautunum er að finna aftast í bókinni. Sudoku er vinsæl talnaþraut sem byggist á því að fylla út 9x9 reitaborð þannig að hver röð, hver dálkur og hver 3x3 undirreitur innihaldi tölurnar 1-9 án endurtekninga. Í hluta reitanna eru tölur merktar fyrirfram og nota þarf rökhugsun til að fylla rétt inn í hina reitina. Sudoku er einföld en áhrifarík leið til að æfa hugann og halda honum virkum, bæta minni og einbeitingu og ná slökun.
- Höfundur: Eric Saunders
- 256 bls.
- Útgáfuár: 2023
- Útgefandi:Arcturus Publishing Ltd