Skrifstofustólar og húsgögn frá Steelcase

Skrifstofustólar og húsgögn frá Steelcase

Steelcase var stofnað árið 1912 og framleiddu í byrjun ruslafötur úr stáli, sem markaði tímamót í eldvörnum, þar sem áður höfðu eingöngu fengist ruslafötur úr kvistum sem voru fléttaðir saman. Árið 1919 byrjuðu Steelcase að framleiða skrifstofuhúsgögn og hafa selt húsgögn um allan heim síðan. Hægt er að sjá myndband frá framleiðslu stólanna með því að smella hér: sjá myndband

Steelcase Flex Collection

Flex línan frá Steelcase er hönnuð til að auðvelda teymisvinnu og skapa umhverfi sem stuðlar að flæði og sköpun. Auðvelt er að laga rýmið að þörfum hverju sinni, því að flex línan kemur í úrvali af borðum, kerrum, skjám og fylgihlutum. Skoðaðu myndband um flex línu Steelcase með því að smella hér

Steelcase

Gesture stóllin frá Steelcase

Gesture er fyrsti skrifstofustóllinn sem hannaður er til að komast til móts breytta vinnuhegðun og ný og fjölbreytt vinnutæki. Við notum mörg mismunandi tæki við vinnu okkar yfir daginn og eftir að hafa fylgst með yfir tvö þúsund manns í sex heimsálfum komust rannsakendur Steelcase að því að með nýrri og breyttri tækni og nýrri hegðun á vinnustað, eru níu stellingar sem starfsmenn nota og þáverandi sætislausnir tóku ekki nógu vel á. Gesture stóllinn hannaður með þessa nýju hegðun í huga. Hægt er að skoða myndband frá rannsóknar og hönnunarferli stólsins hér

series2

Nýjasti stóllinn frá Steelcase er Series 2 stóllinn. Stólinn er hægt að fá í nokkrum útfærslum. Með eða án arma. Opið eða lokað bak. Með höfuðpúða eða án. Með fóthring eða án. Series 2 stóllinn hentar vel bæði á vinnustaðnum eða á heimaskrifstofuna.

Please

Please stóllinn er hannaður til að veita stuðning við bæði efri og neðri svæði hryggjarsúlunnar samtímis. Eftir 15 ár sem vinsælasti Steelcase stóllinn í Evrópu hefur Please stóllinn fengið smá útlits uppfærslu. Hjólin eru nú hol í miðjunni, hægt er að velja úr nýjum lakk áferðum á hjólkrossinn sjálfan og möguleikinn á að fá stólinn bólstraðann hefur bæst við

B-free

B-Free fjölskyldan samanstendur af nokkrum týpum léttra og meðfærilegra stóla. Hægt að nota sem fóthvílu, til að setjast á við borð hjá vinnufélaga, á örfundinn, sem tilbreytingu frá vinnustólnum o.s.frv.

migration

Migration skrifborðið er hæðarstillanlegt skrifborð / bekkur sem auðveldar notendum að skipta um stöðu yfir daginn, forðast þreytu og örva hreyfingu

b-free

B-Free skrifborðið býður upp á rétt jafnvægi milli notkunar og fegurðar. Fallegur viðarfóturinn gefur náttúrulegan, mismunandi möguleikar skrifborðsins svarar þörfum notenda

frame one

FrameOne bekkur býður upp á stað fyrir teymi til að tengjast og skapa og á sama tíma auðveldar persónulegt skipulag og næði svo starfsmenn geti einbeitt sér

fusion

Fusion Bench er einföld, alhliða og sveigjanleg lausn þegar kemur að vinnuaðstöðu. Bekkurinn sameinar vinnuborð, geymslu, skipulag á snúrum og köplum og býður upp á sveigjanleg vinnusvæði sem auðveldat er að breyta og styðja við breytanlega teymisvinnu.