Stærðfræði 3000 203 Algebra, föll og mengi - Skipt | A4.is

Stærðfræði 3000 203 Algebra, föll og mengi - Skipt

NOT706394

Stærðfræði 3000 - Algebra, föll og mengi. Áfangi 203.

Ath.: Notuð bók - Skiptibók!

Höfundar: Hans Brolin, Lars-Eric Björk. Þýðendur: Ásgeir Torfason, Guðmundur Jónsson, Jóhann Ísak Pétursson, Jón Eggert Bragason.
Stærðfræði 3000 er sería stærðfræðibóka fyrir framhaldsskóla sem þýddar eru úr sænsku en staðfærðar og auknar efnisþáttum í samræmi við áfangalýsingar í íslenskri námskrá. Stærðfræði 3000 er ætlað að þjálfa færni, skilning og öguð vinnubrögð. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi aðgang að reiknivélum og tölvum og er talsvert byggt á þessum hjálpartækjum. Stærðfræði 3000, algebra, föll og mengi er ætluð nemendum í áföngum 203 og 263, en nýtist jafnframt í efri áföngum. Bókin skiptist í fimm kafla: 1. Annars stigs föll, 2. Mengi og talningarfræði, 3. Talnamengi, 4. Algebra og föll, 5. Margliður. Víða í köflunum er að finna stutta þætti um hlutverk, sögu og þróun stærðfræðinnar. Bókin hefur að geyma skýringarmyndir, fjölmörg dæmi, verkefni, æfingar, próf og þrautir, auk svara við öllum dæmum.

Útgefandi: Forlagið/MM, 296 bls.