Stafræn skeiðklukka, stór | A4.is

Nýtt

Stafræn skeiðklukka, stór

FRE693305

Stafræn skeiðklukka, stór.

Ath.: Sérpöntunarvara - Viðmiðunarverð!

Lýsing: Þessi stafræna LCD klukka er mjög fullkomin. Hún er með kristalskjá og er hæð stafa 7 mm. Klukkan sýnir sekúndur, mínútur og allt að einni klukkustund. Aflestrarnákvæmni er 1/100 úr sekúndu. Með því að halda núllstillihnappi niðri í 3 sekúndur fæst venjulegt tímatal (klst./mín./sek.) Hægt að nota með tiltekið jaðartæki (modul) með klukkunni. Með jaðartækinu (sjá vörunr. SB693301) er unnt að stjórna skeiðklukkunni með handafli, rafstraumi eða ljósnema (fotosellu). Með því móti er hægt að framkvæma ýmsar tilraunir þar sem tímamælingar með venjulegri skeiðklukku eru ómögulegar. Til dæmis að rannsaka fall í þyngdarsviði án þess að nota tímrita.

Gengur fyrir AA rafhlöðum.

Dreifing: Frederiksen.