Snjókorn til styrktar Samhjálpar | A4.is

Snjókorn til styrktar Samhjálpar

SNJOKORN23

Allt söluandvirði þessa Snjókorns rennur beint til Samhjálpar, sem í 50 ár hefur hjálpað jaðarhópum og þeim sem minna mega sín. Með Snjókorninu stuðlum við líka að fulkominni hringrás plastefna og minni sóun því það er eingöngu unnið úr plasti sem fellur til hjá A4. Frá árinu 2019 hefur Plastplan, sprotafyrirtæki í hönnun og plastendurvinnslu, sótt plast til okkar og skilað því til baka í formi nýrra hluta.

Hugmyndin að Snjókorninu kviknaði í kringum jólin 2022 þegar Plastplan fengið til að útbúa pakkaskraut til starfsmanna A4. Það vakti mikla lukku og margir sögðust hafa hengt skrautið á jólatréð hjá sér. Því var ákveðið að þróa hugmyndina og selja til styrktar góðu málenfni.

Snjókorn varð fyrir valinu þar sem ekkert er snjókorn er eins, rétt eins og við mannfólkið. Öll erum við einstök. Svo er það líka táknrænt fyrir skjólstæðinga Samhjálpar sem oft þekkja kuldann of vel. Hugmyndin er að fólk geti safnað Snjókornum og notað þau sem pakkaskraut, til að hengja á jólatré eða á grein eða í glugga eins og óróa.

Með því að kaupa eitt Snjókorn ertu að veita einum einstaklingi heita máltíð. Við vonum að sem flestir landsmenn kaupi Snjókornið 2023 og styrki í leiðinni þá sem búa við neyð um hátíðarnar.