

Tilboð -20%
Lýsing
Fallegt og einfalt snákaspil þar sem þarf að hoppa yfir klakann til að missa ekki af stóru sardínugrillveislunni. Markmiðið er að komast fyrstur í mark, frá reit 1 á reit 46.
- Fjöldi leikmanna: 2 - 4
- Spilatími: U.þ.b. 15 - 30 mínútur
- Fyrir 5 ára og eldri
Aðferð: Hoppaðu yfir ísjakana til að ná í stóru sardínuveisluna í tæka tíð og notaðu stigana til að stytta þér leið. Gættu þín samt á dýrunum með netin þar sem þau geta sent þig til baka um nokkra reiti. Þú þarft svo að fá nákvæma tölu á teninginn í lokin til að komast á endastöð því ef þú færð of háa tölu þarftu að fara til baka frá endapunktinum, jafnlangt og tölurnar á teningnum segja til um. Sá leikmaður sigrar sem kemst fyrstur í mark .
Framleiðandi: Djeco
Eiginleikar