Sleeping queens barnaspil | A4.is

Sleeping queens barnaspil

SPISPSS202

Pönnukökudrottningin, Maríuerludrottningin og tíu vinkonur þeirra hafa fengið á sig svefnálög og þú verður að vekja þær. Í Sleeping Queens eða Sofandi drottningar keppast leikmenn við að vekja 12 drottningar sem eru spil sem liggja á grúfu á borðinu. Þegar þú átt leik dregur þú eitt spil: spilar svo kóng til að vekja sofandi drottningu, riddara til að stela drottningu annars leikmanns (nema hann hafi dreka til að verja hana), töfrasprota til að svæfa aftur, hirðfífli til að draga aftur eða hendir út einu eða fleiri spilum til að draga ný í staðinn. Hver drottning gefur ákveðið mörg stig og þegar allar hafa verið vaktar eða leikmaður fer yfir ákveðinn stigaþröskuld, endar leikurinn með sigri þess sem flest hefur stigin.
Leikmenn: 2-5
Aldur: 8+
Spilatími:10+ mínútur