Sleeping Queens | A4.is

Sleeping Queens

SPISPSS202

Pönnukökudrottningin, Maríuerludrottningin og tíu vinkonur þeirra eru undir álögum þar sem þær sofa vært en það verður að vekja þær! Spilið gengur út á að vekja drottningarnar og safna um leið stigum til að fá fleiri stig en hinir leikmennirnir. Hér þarf að nota kænsku, hugsa hratt og hafa dálitla heppni með sér í liði til að ná að vekja þær stöllur. Höfundur spilsins, Miranda Evarts, var 6 ára þegar hún bjó spilið til með hjálp frá eldri systur sinni og foreldrum. Spilið hefur notið mikilla vinsælda enda er það skemmtilegt og spennandi og þjálfar leikmenn í reikningi og eflir hugmyndaflugið, sérstaklega þá yngri.  


  • Fyrir 8 ára og eldri
  • Fjöldi leikmanna: 2-5
  • Spilatími: 20 mínútur
  • CE-merking
  • Höfundur: Miranda Evarts
  • Útgefandi: Gamewright
  • Haldið frá börnum yngri en 3ja ára
  • Merki: Barnaspil, frístund, verðlaunaspil, vinsælt spil, miðstig, stærðfræðispil, fjölskylduspil, möndlugjöf


Aðferð: Tólf spil, drottningaspil, eru látin snúa niður á borði og tákna þær sem sofa. Spilin með tölum og aðgerðum eru stokkuð og hver leikmaður fær fimm spjöld. Í hverri umferð draga leikmenn og spila út spjöldum til að vekja drottningar eða gera aðra leikmenn óvirka. Með töluspjöldunum er hægt að losna við spjald og draga nýtt eða losna við samlagningarsamstæðu, t.d. 2+3=5 og draga fleiri spjöld í staðinn. Með aðgerðaspjöldunum getur leikmaður t.d. rænt drottningu frá öðrum leikmanni, varið drottningu frá riddara og látið drottningu frá öðrum leikmanni sofna á ný. Þegar allar drottningarnar eru vaknaðar eða leikmaður hefur farið yfir ákveðinn fjölda stiga lýkur spilinu  með sigri þess leikmanns sem hefur flest stig.