Fjölnotapappír í A5 stærð,80 gr. Fjölnotapappírinn er umhverfisvænn auk þess að vera rykfrír, aframagnaður og rétt skorinn þannig að hann flækist ekki í tækjunum.
Pappírinn er framleiddur af UPM í verksmiðju sem heitir Kymi í Finnlandi.
Kymi hefur bæði ISO9002 og ISO14001vottun.
Þá er verksmiðjan með EMAS vottun (Eco-Management and Audit Scheme), sem er helsta
umhverfisvottunarmerkið í Evrópu í dag.
New Future pappírinn hefur umhverfisvottunina Evrópublómið og FSC vottun

A5 pappír er afgreiddur í 500 blaða búntum, 10 búnt í kassa.