Fæðing barns breytir öllu í lífi fjölskyldunnar. Hver áfangi í lífi barnsins, stór sem lítill, er undraverður.
Í þessari fallegu bók má safna saman og skrá niður minningar, tímamót og upplifanir fyrstu þriggja áranna í lífi barnsins.

Dagbókin inniheldur sérstakar síður fyrir myndir og vasa fyrir minjagripi og hjálpar þannig fjölskyldum að halda minningum lifandi um áraraðir.
Bókin er nútímaleg og hentar öllum fjölskyldugerðum.

Höfundur: Kaliaha Vohla
Tungumál: íslenska
Útgáfuár: 2017
Blaðsíðufjöldi: 80