Val á skólatösku | A4.is

Hvernig á að velja skólatösku? 

Hvernig á að velja skólatösku? 

Þegar kemur að því að velja skólavörur er líklega flóknast að velja skólatösku. Hún mun verða notuð nánast daglega yfir skólaárið og það þarf að fara með hana fram og til baka í skólann, bera í henni skólavörur og nestisbox og henni er ekki alltaf sýnd miskunn þegar kemur að umgengni. Það getur verið freistandi að velja flottustu töskuna, en að mörgu öðru þarf að huga; til dæmis þarf taskan að vera passlega stór, þægileg og góð fyrir bakið. Við hjá A4 vitum hvað skiptir máli þegar kemur að því að velja skólatösku og höfum tekið saman nokkra punkta til að hjálpa þér við valið.

Atriði sem gott er að hafa í huga við val á skólatösku:

Tvær töskur í einni 

Tvær töskur í einni 

Með sumum töskum fylgir aukataska sem hentar vel fyrir sund- eða íþróttadót og er einfaldlega fest við stærri töskuna með rennilás. Aukataskan getur líka komið sér vel þá daga sem þarf að bera minna. Einfalt er að renna aukatöskunni af og þannig er hægt að velja þá tösku sem passar fyrir verkefni dagsins. 

Önnur atriði sem gott er að hafa í huga við val á skólatösku: