Skólastjórinn - Ævar Þór Benediktsson | A4.is

Nýtt

Skólastjórinn - Ævar Þór Benediktsson

FOR353348

Um bókina

Salvar, 12 ára gamall vandræðagemlingur, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. Alveg þangað til hann fékk stöðuna. Vopnaður endalausum hugmyndum (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Nemendur mega reka tvo kennara á ári! Grís í hvern bekk!) ræður Salvar skyndilega ríkjum í skólanum ásamt bestu vinkonu sinni, Guðrúnu.

Skólastjórinn er sprenghlægileg og hjartnæm þroskasaga, ríkulega myndlýst af Elínu Elísabetu Einarsdóttur. Fullkomin fyrir alla sem hafa einhvern tímann verið í skóla.

Ævar Þór Benediktsson er einn vinsælasti höfundur landsins. Hann hefur sent frá sér tæplega fjörutíu bækur og fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, bæði innan lands og utan. Fyrir Skólastjórann hlaut hann Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Aldur: 6 ára og uppúr

Útgefandi: Mál og menning, 2025