Skip-Bo | A4.is

Skip-Bo

VAN523704

Skip-Bo er spilastokkur frá framleiðendum hins vinsæla UNO en þetta spil er ekki síðra!


  • 162 spil
  • Fjöldi leikmanna: 2-6
  • Fyrir 7 ára og eldri

    Aðferð: Hver leikmaður fær 30 spil. Spilin eru lögð ofan á fjóra sameiginlega stokka í miðjunni í númeraðri röð frá einum upp í tólf. Í hverri umferð draga leikmenn fimm spil og spila svo út spilum úr hendi, af kastbunka eða spilastokknum sínum. Kænskan felst í því að vita hvernig er best að henda spilum í kastbunkana sína og hvenær eigi að spila hinum sjaldgæfu Skip-Bo spilum. Sá vinnur sem nær fyrstur að losa sig við öll spilin sín.