Fyrirtækjaþjónusta

 

Fyrirtækjaþjónusta A4 þjónustar fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og veitir faglega ráðgjöf varðandi skrifstofu og rekstrarvörur. Hjá okkur starfa sérfræðingar með djúpa þekkingu á vöruframboði okkar sem leiðbeina þér varðandi lausnir sem sniðnar eru að þínu fyrirtæki. Fyrirtæki í föstum viðskiptum njóta jafnframt aukins ávinnings í formi afsláttarkjara sem ráðast af umsvifum viðskipta, auk þess sem þau fá upplýsingar um sértilboð í hverjum mánuði.

Fyrirtækjaþjónusta A4 er þægilegasta leiðin til að tryggja að fyrirtækinu þínu vanti aldrei skrifstofuvörur. Þú pantar í vefverslun okkar eða hefur samband við söluráðgjafa. Við sjáum um að afgreiða og afhenda vörurnar til þín og þú sparar bæði tíma og fyrirhöfn. 

Vefverslun

Fyrsta skref er að skrá sig inn á a4.is með kennitölu fyrirtækis og lykilorði, næsta skref er að setja vörur í körfu. Þú klárar pöntun með því að velja afhendingar- og greiðslumáta.

Auðvelt er að stofna nýjan notanda hér
Hægt er að sækja um reikningsviðskipti hér 

Söluráðgjafar

Söluráðgjafar eru sérfræðingar okkar sem vinna í samvinnu við þig til að greina þínar þarfir og ráðleggja hversu oft þarf að fylla á vörubirgðir eða taka niður pantanir. 

Þú getur haft samband við söluráðgjafa í síma 580 0000. 

Tölvupóstur

Þú getur lagt inn pöntun á netfangið panta(hjá)a4.is 

Greiðslumátar

Fyrirtæki geta greitt fyrir vörur með korti eða í gegnum reikningsviðskipti. Hægt er að sækja um reikningsviðskipti hér.

Afhendingartími

Ef upphæð á pöntun fer yfir 25.000 kr. keyrum við pöntunina frítt til þín og glaðningur fylgir með*

Pantanir fyrir kl. 10:00 eru afhendar samdægurs á höfuðborgarsvæðinu, annars næsta virka dag. 
Pantanir fyrir kl. 10:00 eru póstlagðar samdægurs fyrir landsbyggðina, annars næsta virka dag.

*Gildir ekki um húsgögn.
Nánar um afhendingarmáta hér.

Við erum fyrirtækjaþjónusta A4