A4 hefur allskonar sniðugar hugmyndir um hvað hægt er að gera í inniveru
A4 leggur áherslu á að fá fólk til að líta upp frá skjánum og efla sjálft sig. Það er svo ótrúlega margt sem við getum gert án þess að vera límd fyrir framan skjáinn allan daginn. Því höfum við ákveðið að taka saman nokkrar hugmyndir hvað sé hægt að dunda sér við inni. Sama hvort einstaklingar séu einir eða með félagsskap, það er alltaf hægt að finna sér eitthvað til að gera.