Segðu sögu - umræðu- og myndaspjöld | A4.is

Segðu sögu - umræðu- og myndaspjöld

AKR30750

Söguspjöld

Í settinu eru 70 myndskreytt spjöld. Einnig spjöld með spurningum sem hægt er að skjóta inn í sögurnar. Með því fær barnið til dæmis möguleika á að skapa öðruvísi endi.

Uppeldisfræðilegt markmið leiksins er að þroska ímyndunarafl og hæfileika til að segja frá. Einnig reynir á tilfinningu fyrir og skilning á: tímaröð, rökhugsun, tjáningu og samhengi. Börn þekkja aðstæður og persónur sem eru á myndunum. Það er auðvelt að muna og endursegja sögurnar. Spilið er gott tæki til að læra tungumál, auka orðaforða og notkun sagna.

Tímaröðin sem sögurnar eru í hvetja barnið til að hugsa um og setja fram í rökréttu samhengi.

Gangur spilsins:
Hver saga hefur eigin lit (borði á spjöldunum). Þegar búið er að flokka spjöldin eftir sögum þá eru þau lögð upp í loft.
Erfiðleikastig fer eftir hversu mörg spjöld eru í sögu. Mælt er með að byrja með 4 spjöld og fjölga þeim í 7.
Á bakhlið spjaldanna eru leiðbeiningar um í hvaða röð eigi að leggja þau en um leið er lögð áhersla á að það er frelsi til að leggja spjöldin í annarri röð. Með því er rökhugsun og tilfinning fyrir tímaröð efld.
Hægt er að nota spjöldin með spurningu ? á tvo vegu:
• Sem staðgengil fyrir lykilatriði til að skilja söguna. Þú spyrð barnið – hvað gæti hafa gerst hér svo þetta gerðist síðar -.
• Sem staðgengil fyrir sögulok. Skilja þau eftir opin. Með spurningunni – hvernig heldur þú að sagan endi - er ímyndunarafl barnsins örvað.
Gott er að byrja á að segja eina sögu til að barnið skilji leikreglur.

Framleiðandi: Akros