

Spil - samlagning og frádráttur, Sum Swamp
LER5052
Lýsing
SumSwamp er skemmtilegt borðspil sem byggir upp stærðfræðikunnáttu þar sem leikmenn þurfa að leggja saman og draga frá til að komast hinum megin við mýrina.
- Fyrir 5 ára og eldri
- Fjöldi leikmanna: 2 - 4
Aðferð: Hver leikmaður velur sér einn spilamann og setur á byrjunarreitinn (start). Leikmenn kasta tening og sá sem fær hæstu töluna byrjar. Fyrsti leikmaðurinn kastar öllum 3 teningunum í einu og býr til númeraröð með því að setja teninginn með hæsta númerinu fyrst, teninginn með tákninu næst, og að lokum teninginn með lægsta númerinu. Svo er lagt saman eða dregið frá, og fært fram um þá reiti sem samtalan sýnir. Sem dæmi: Ef þú færð 3 + 2, þá ferðu fram um 5 reiti. Ef þú kastar teningunum og færð út samtöluna 0 (5-5=0) þá situr þú hjá og næsti leikmaður gerir. Fyrsti sem kemur í mark vinnur.
Sérstakir reitir á borðinu: Reitirnir heita á borðinu EVENS (sléttar tölur) og ODDS (odda tölur). Ef þú lendir á einhverjum þessara reita, þá kastar þú fyrst fyrri teningnum. Ef þú færð upp slétta tölu eða oddatölu sem er eins og reiturinn sem þú ert á, máttu færa peðið þitt fram um þá tölu sem kom upp á teningnum. Ef þú færð ekki rétta tölu þá fær næsti leikmaður að gera og þú bíður eftir að röðin komi að þér. Númeraðir reitir á borðinu: Ef þú lendir á númeruðum reit kastar þú teningnum með tákninu einu sinni. Ef þú færð + þá ferðu áfram um þá tölu sem er á reitnum sem þú ert á. Ef þú færð upp – þá verður þú að fara til baka um eins margar tölur og eru á reitnum. „Short cut“ (styttri leið): Ef þú lendir á „short cut“ þá eltir þú örina sem er sýnd á borðinu. „Endless loop“/endalaus lykkja: Allir leikmenn fara í lykkjuna eins og örin á borðinu sýnir. Leikmenn halda áfram leiknum og færa sig réttsælis í kringum lykkjuna. Ef þú lendir á „exit“ þá kemstu út úr endalausu lykkjunni.
Framleiðandi: Learning Resources
Eiginleikar