Blå Station Rut einingasófi, margar útfærslur | A4.is

Nýtt

Blå Station Rut einingasófi, margar útfærslur

BLAVEFRUTS61

RUT frá Blå Station, ferkantað sófakerfi þar sem hver eining er 75 x 75 sentímetrar.

Afslappað og aðlaðandi. Eða látlaust og formlegt.

RUT býður upp á fallega andstæðu milli mjúkra, þægilegra og rúmgóðra setueininga og sterkra línulegra undirstaða úr H-laga stáli sem hvílir á tveimur eða fleiri eikarfótum. Setjið saman eins margar einingar og þarf. Snúið þeim til hægri, vinstri eða allan hringinn til að bjóða upp á mismunandi setumöguleika: festið með tveimur boltum.

Byggið langa, beina línu með armi eða örmum, litlu borði eða borðum og rafmagni á milli eða sérsníðið eininguna sem opna og aðlaðandi með eins fáum viðbótum og mögulegt er. Fyrir opin svæði er tilvalið að hafa tvöfalda sætisröð. Einfalt að endurraða til að brjóta upp rými á nýjan hátt.

RUT er uppbyggð með bólstruðum sætiseiningum úr mótuðum pólýúretan svampi, með no-sag fjöðrum sem á að tryggja að sætið mun síður gefa eftir með tímanum. Borð eru úr massívri eik ásamt fótum. Rammi undir sófann er krómaður H-laga stálbiti sem er sýnilegur.

RUT er með Möbelfakta vottun.

 

Framleiðandi: Blå Station

Ábyrgð: 2. ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum

 

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 til að fá nánari upplýsingar eða sendu okkur línu á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.