Wasgij Original 18: Uproar at the Vets! | A4.is

Wasgij Original 18: Uproar at the Vets!

NG551119801818

Dagurinn byrjar með hefðbundnum hætti hjá dýralækninum; dýrin bíða þess að röðin komi að þeim en þá birtist nýr sjúklingur og undrunin skín úr andlitum allra á biðstofunni. Hvað veldur? Hverjum er hjúkrunarfræðingurinn að reyna að forða frá því að lenda í frekari vandræðum? Þú kemst að því þegar þú hefur lokið við púslið. Wasgij? eru skemmtileg og öðruvísi púsluspil þar sem kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur eingöngu mynd sem gefur vísbendingu um það sem á að púsla.


  • Fyrir 12 ára og eldri
  • 1000 bitar
  • Stærð: 68 x 49 cm
  • Framleiðandi: Jumbo
  • Fjölskyldupúsl, ráðgátupúsl, vísbendingapúsl