Wasgij Original 21: Football Fever! | A4.is

Wasgij Original 21: Football Fever!

NG551119801820

Fótboltaæði hefur runnið á þjóðina þar sem landsliðið er að keppa á stórmóti. Fjölskyldan hefur klætt sig upp og hvetur sitt lið áfram með látum. Markmaðurinn tekur gott útspark og dómarinn fær boltann í hausinn en hann er of upptekinn við að horfa á það sem er að gerast í bakgrunninum þarna heima í stofu til að taka eftir boltanum og beygja sig. Hvað sér dómarinn sem honum finnst svona svakalegt? Þú kemst að því þegar þú hefur lokið við púslið. Wasgij? eru skemmtileg og öðruvísi púsluspil þar sem kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur eingöngu mynd sem gefur vísbendingu um það sem á að púsla.


  • Fyrir 12 ára og eldri
  • 1000 bitar
  • Stærð: 68 x 49 cm
  • Framleiðandi: Jumbo
  • Fjölskyldupúsl, ráðgátupúsl, vísbendingapúsl