Wasgij Original 19: Cone-gestion! | A4.is

Wasgij Original 19: Cone-gestion!

NG551119801819

Það er dásamlegur sumardagur og fjölskyldur og vinir ætla að bruna út úr bænum til að njóta helgarinnar í góðu veðri og góðum félagsskap. En eitthvað veldur því að allt er stopp á hraðbrautinni og það ríkir ekki mikil ánægja með þessar tafir hjá ökumönnum og farþegum í bílunum sem eru stopp. Hvað sér fuglinn sem flýgur um loftin blá yfir hraðbrautinni? Hvað er það sem veldur þessari gríðarlegu umferðarteppu? Þú kemst að því þegar þú hefur lokið við púslið. Wasgij? eru skemmtileg og öðruvísi púsluspil þar sem kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur eingöngu mynd sem gefur vísbendingu um það sem á að púsla.


  • Fyrir 12 ára og eldri
  • 1000 bitar
  • Stærð: 68 x 49 cm
  • Framleiðandi: Jumbo
  • Fjölskyldupúsl, ráðgátupúsl, vísbendingapúsl