Wasgij Christmas 8: Christmas Getaway! | A4.is

Wasgij Christmas 8: Christmas Getaway!

NG551119801828

Það eru alveg að koma jól og fólk er á hlaupum að kaupa síðustu jólagjafirnar. Foreldrar hafa tekið börnin sín með og ætla að verðlauna þau fyrir að hafa verið stillt og prúð með því að leyfa þeim að hitta jólasveininn. Þá geta börnin látið sveinka hafa óskalistann sinn í leiðinni. En eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera og þegar aðstoðarmaður jólasveinsins opnar fyrir gestunum fá allir áfall. Hvað í ósköpunum gengur þarna á? Þú kemst að því þegar þú hefur lokið við púslið. Wasgij? eru skemmtileg og öðruvísi púsluspil þar sem kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur eingöngu mynd sem gefur vísbendingu um það sem á að púsla.


  • Fyrir 12 ára og eldri
  • 1000 bitar
  • Stærð: 68 x 49 cm
  • Framleiðandi: Jumbo
  • Fjölskyldupúsl, ráðgátupúsl, vísbendingapúsl, jólapúsl