Púsluspil 1000 bita - Vinnustofa jólasveinsins | A4.is

Púsluspil 1000 bita - Vinnustofa jólasveinsins

RAV173006

Ravensburger

Teldu niður til jóla með Sveinka og frú og álfunum á vinnustofu jólasveinsins þar sem verið er að búa til leikföng og undirbúa sleðaferð, hó hó hó! Sveinki er búinn að vera duglegur að fara yfir listann sinn svo hann þarf að taka sér smávegis hlé áður en áfram er haldið. Álfarnir eru meira að segja búnir að baka köku enda þarf að næra sig vel áður en farið er um allan heiminn að setja gjafir í sokka og skó. Njóttu þess að púsla þetta fallega púsl og komdu þér í sannkallað jólaskap!

  • 1000 bitar
  • Hönnun: Roy Trower
  • Fyrir 14 ára og eldri
  • Stærð þegar búið er að púsla u.þ.b.: 70 x 50 cm


Framleiðandi: Ravensburger