Púsluspil 1000 bita - Jól á Rockefeller-torgi | A4.is

Púsluspil 1000 bita - Jól á Rockefeller-torgi

RAV171323

Ravensburger

Það er líf og fjör á Rockefeller-torgi um jólin þar sem 6 metra hátt jólatréð nýtur sín fallega skreytt og fólk á öllum aldri leikur sér á skautum. Í kreppunni miklu (1929-1939) keyptu iðnaðarmenn, sem unnu þá við byggingu Rockefeller Center, 6 metra hátt jólatré sem þeir settu á torgið og skreyttu með heimatilbúnu jólaskrauti. Frá og með árinu 1933 hefur jólatréð á Rockefeller-torgi verið árleg hefð. Njóttu þess að púsla þetta fallega púsl og komdu þér í sannkallað jólaskap!

  • 1000 bitar
  • Hönnun: Pierpaolo Rovero
  • Fyrir 14 ára og eldri
  • Stærð þegar búið er að púsla u.þ.b.: 70 x 50 cm


Framleiðandi: Ravensburger