• Fyrir skapandi líf
  • Allar vörur

POSCA

POSCA eru vatnsleysanlegir málningarpennar með mismunandi oddum, lyktar- og eiturefnalausir og öruggir fyrir börn. Við mælum þó með því að ung börn séu undir eftirliti foreldra, enda eru pennarnir varanlegir á yfirborð sem dregur í sig raka. Hægt er að þrífa þá af sléttu yfirborði sem dregur ekki í sig raka, eins og gler og postulín.

POSCA pennarnir hafa verið gríðarlega vinsælir meðal listamanna, áhugamanna og hjá skólum, enda eru möguleikarnir með þeim endalausir.

Endalausir möguleikar

Með Posca málningarpennunum er hægt að að mála á flest yfirborð og möguleikarnir endalausir. Hér eru nokkar hugmyndir:

  • POSCA eru góðir á pappír og pappa og halda lit sínum þó pappírinn sé dökkur.
  • POSCA eru skemmtilegir á steina, leir og steypu.
  • POSCA má nota á postulín, keramik og gler (sjá nánar hér).
  • POSCA hentar vel á tré
  • POSCA getur farið á fjölbreytta málma bæði innan-og utandyra, eins og ál, járn, stál og fleira. 
  • POSCA má nota á allan textíl (sjá nánar hér). 
  • POSCA getur farið á fjölbreytt plastefni.

 

Nokkur góð ráð..

Hér neðar má sjá nokkur góð ráð við val og notkun á POSCA pennum.

Þegar sköpunargáfan og hugmyndarflugið fær að leika lausum hala getur herbergið fljótt orðið undirlagt listaverkum og íhlutum. Foreldrar yngri barna hafa því dásamað leikbakkann sem er frábær undir sandleirinn, málninguna, púslið og allt mögulegt. Eins getur verið gott að eiga málningarsvuntur til að hlífa fatnaði þegar listsköpunin stendur sem hæst.

Mynd

Nokkur góð ráð

  • Í pennunum er kúla sem hristir upp í málningunni í pennunum. Því er gott að byrja á því að hrista vel í þeim fyrir hverja notkun.
  • Gott er að hafa prufublað, halda pennanum lóðrétt og þrýsta oddinum á pennunum til að fá litinn alveg fram.
  • Hægt er að taka suma odda úr, þrífa þá með vatni og setja aftur í - sem hentar vel ef litir hafa smitast saman eða oddurinn þornað.
  • Litirnir eru fljótir að þorna en taka lengri tíma á yfirborði sem dregur ekki í sig raka (t.d. gler, plast o.fl.).
  • Hægt er að gefa listaverkinu aukna vörn og gera litina varanlegri með ýmsum hætti, eins og að strauja yfir efni, baka í bökunarofni eða lakka yfir. Akrýlsprey hefur reynst vel þar sem litirnir eru vatnsleysanlegir og gætu dregist til ef notað er of sterkt lakk sem leysir þá upp. 
  • Hægt er að blanda litina á meðan þeir eru blautir.
  • Auðvelt er að nota litina ofan á hvern annan eftir að fyrri liturinn þornar. 
  • Þegar litirnir eru notaðir á gegnsætt efni eins og gler er fallegast að lita með litlum og reglulegum hringlaga hreyfingum til að fá fallegri áferð.
  • Best er að gera alltaf prufu til að sjá hvernig efnin vinna saman áður en þau eru notuð á listaverkið. 

Þú færð mikið úrval af POSCA pennum í A4

POSCA pennarnir fást í nokkrum stærðum, með mismunandi lögun á oddi og í miklu litaúrvali.

  • Pennslaoddur, 1-10 mm (F350): Pennslaoddur sem er tilvalinn í skrautskrift og litun.
  • Rúnnaður, 0,7-1 mm (1M): mjög fínn oddur, tilvalinn í smærri sköpun og býr við þann kost að það er hægt að beita honum smá á ská til að fá aðeina breiðari línu.
  • Rúnnaður, 0,7 mm (1MR): Mjög fínn og nákvæmur oddur sem gefur fágaðar línur og er því góður í smáatriði og útlínur.
  • Rúnnaður, 0,9-1,3 mm (3M): Oddur í fínni kantinum. Hentar vel fyrir bæði smáatriði og til að lita fleti.
  • Rúnnaður, 1,8-2,5 mm (5M): Breidd sem er nokkuð stöðluð í flestum tússum og töflutússum. Fjölhæfur oddur sem býður upp á ótakmarkað frelsi í notkun og sköpun.
  • Rúnnaður, 4,5-5,5mm (7M): Breiðasta útgáfan af rúnnaða oddinum. Hentugur í stærri litun.
  • Skáskorinn, 8mm (8K): Víður oddur sem er fullkominn í að hylja stærri svæði.
  • Flatur, 15mm (17K): Breiðasti oddurinn sem POSCA býður upp á. Flottur í litun á stærri fletum og bakgrunns litun.
Mynd