

Plus Color föndurmálning 6x250ml grunnlitir
CRE39533
Lýsing
Vatnsbundin hágæðaföndurmálning sem þekur að fullu, þornar fljótt og skilur eftir sig fallega silkimatta áferð. Hún hentar á margs konar yfirborð og er að hluta til vatnsheld þegar hún hefur þornað. Tilvalin á pappír, pappa, tré, málm, náttúruleg efni, pappírsmassa, leir og fleira. Kemur með litaspjaldi og leiðbeiningum um litablöndun.
- 6 stk. í pakka
- Litir: Hvítur, gulur, grænn, svartur, rauður og blár
- 250 ml
- Bakki með 6 hólfum fylgir til að blanda litina ef vill
Framleiðandi: Creativ Company
Eiginleikar