Pitt Artist teiknipennar | A4.is

PITT ARTIST TEIKNIPENNAR

Vörukynningar

A4 selur frábæra Pitt Artist teiknipenna frá FaberCastell

Pitt artist teiknipennar eru mjög flottir og vinsælir gæðapennar, með djúpum og sterkum lit og koma vel út á bæði hvítum, svörtum eða lituðum pappír. Þeir eru fáanlegir í mörgum mismunandi litum og með mismunandi gerðir af odd. Mjög flott að nota þá til að skreyta gesta- og myndabækur, skrifa á boðskort og fleira föndur. Þeir eru sýrufríir svo það er óhætt að nota þá í minningabækur. Oddurinn er 1,5 mm og það er hægt að beita honum á mismunandi hátt til að teikna fíngert skraut eða breiðari línur. Það dregst ekki til eða smitast blek ef skrifað eða teiknað er í aðrar línur svo sniðugt er að nota þá í útlínur á annarri skrautskrift. Hægt er að blanda saman mismunandi litum og skapa vídd og nýja liti.