Piltur og stúlka - Skiptibók | A4.is

Piltur og stúlka - Skiptibók

NOT799501

Piltur og stúlka. Dálítil frásaga, kilja.

Ath.: Notuð bók - Skiptibók!

Höfundur: Jón Thoroddsen.
Sigríður Rögnvaldsdóttir ritar formála.

Lýsing: Fá íslensk skáldverk hafa náð annarri eins hylli hjá þjóðinni og Piltur og stúlka. Á þeirri ríflega hálfri annarri öld sem liðin er síðan bókin kom fyrst út hefur hún líklega selst í tugþúsundum eintaka og lesendurnir eru orðnir margfalt fleiri. Piltur og stúlka skipar þann heiðurssess í íslenskri bókmenntasögu að vera almennt talin fyrsta íslenska skáldsagan. En það eitt og sér útskýrir ekki vinsældir bókarinnar. Þessi rómantíska saga með raunsæisblæ er sprottin úr rammíslenskum veruleika og náðu persónur hennar þvílíkum tökum á landsmönnum að þær lifa sumar hverjar enn góðu lífi í hugum manna – hver þekkir t.a.m. ekki Gróu á Leiti? Í sögunni er á áhrifaríkan hátt dregnar upp andstæður sem síðar áttu eftir að verða ríkjandi í íslenskum bókmenntum langt fram eftir 20. öld: sveitasælan og sollurinn.

Útgefandi: Bjartur, 223 bls.