Pelican BS barstóll | A4.is

Pelican BS barstóll

JHPELICANBS

Úr smiðju Johanson Design og Johan Lindstén kemur margnota stóllinn Pelican - stílhreint útlit með fallega ávölum línum.
Framleiddur úr endurunnu plastiefni, og er fyrsti stóllinn í Svíþjóð til að hljóta Umhverfismerki ESB (EU Ecolabel).
Fullkominn stóll fyrir öll þau rými sem nánast er hægt að hugsa sér.

Kemur í þremur grunnútgáfum ásamt barstól:
Fjögurra fóta stóll
Sleðafætur
Barstóll sem fæst í tveimur mismunandi sethæðum; 65 cm. og 80 cm. Fjögurra arma krabbafótur (swievel base)

Þessu til viðbótar eru fjölmargir möguleikar í boði:
Tvær gerðir af örmum eru í boði.
Hægt að setja hjól undir fjögurra fóta stólana.
Hægt að fá færanlegt lítið skrifborð á stól með sleðafótum.
11 grunnlitir á skel í tveimur verðflokkum.
Möguleiki að fá eigin RAL-lit (lágmark 50 stk) gegn viðbótargjaldi.
Hægt að fá bólstraða setu eða heilbólstraðan stól.
Áklæðistegundir og litir í miklu úrvali.

Semsagt ótrúlega margir samsetningarmöguleikar…hver þeirra hentar þér?

2. ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum.
Framleiðandi: Johanson Design AB

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 og prófaðu vöruna og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.