Pandemic
NG496055
Lýsing
Pandemic er svakalega spennandi og skemmtilegt samvinnuspil þar sem leikmenn taka að sér hlutverk sóttvarnateymis sem ferðast um heiminn og meðhöndlar og kemur í veg fyrir útbreiðslu hættulegra farsótta og faraldra. Klukkan tifar og finna þarf fjórar lækningar áður en tíminn rennur út. Hér þurfa leikmenn að standa saman til að bjarga mannkyninu og málið er einfalt; annaðhvort vinna þeir eða tapa saman. Leikreglur á íslensku fylgja.
- Fyrir 8 ára og eldri
- Fjöldi leikmanna: 2-4
- Spilatími: 45 mínútur
- Höfundur: Matt Leacock
- Merki: Fjölskylduspil, unglingaspil, fullorðinsspil, félagsmiðstöð, partíspil, partýspil
Eiginleikar