Orangebox fundar- og næðisrými | A4.is

Orangebox fundar- og næðisrými

STLAIR20

A4 húsgögn kynna næðisrýmin Air³ og Airea frá Orangebox.

Í opnu vinnurými er eftirspurnin eftir lokuðum næðisrýmum yfirleitt meiri en framboð. Það er einfalt mál að veita starfsmönnum það næði sem þeir óska eftir með næðisrýmum frá Orangebox.

Næðisrýmin frá Orangebox bjóða uppá frábæra hljóðeinangrun, eru smekklega hönnuð og hægt að fá í mörgum útfærslum.
Air³ eru ferningslaga rými sem koma í 9 grunnútfærslum og Airea er hálfhringur sem gefur möguleika að setja tvo saman og búa til hringlaga nærðisrými. Lítið mál að taka niður og færa á milli vinnurýma eða húsa án þess að rífa niður veggi, færa lagnir og annað óhagræði sem fylgir varanlegum veggjum.

Framleiðandi: Orangebox
Framleiðsluland: Bretland

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.