Hljóðeinangrandi panelar frá Nordgröna

Hljóðeinangrandi  panelar frá Nordgröna

Saga Nordgröna byrjaði þegar námsmennirnir Osvar, Joris og Sander (sem eru tvíburabræður) voru í fjallgöngu á rigningadegi í Svíþjóð, í framhaldi af þeirri uppgötvun að hreindýramosi hefur getu til að taka í sig vatn og halda tjöldum þurrum. Í framhaldi fundur þeir leið til að nota fjölhæf, náttúruleg og endurvaxandi efni í nútíma búsetu- og vinnurými og hafa verið að þróa nýjar nýjar vörur síðan.Árið 2019 og 2020 hlaut Nordgröna verðlaunin „Di Gasell“ og útnefnt sem eitt af hraðast vaxandi fyrirtækjum í Svíþjóð.

Korkur

Korkur

Korkur - endurnýjanleg uppspretta hráefnis. Korkartréð er eina tréð sem endurnýjar sig eftir hverja uppskeru. Börkurinn er fjarlægður af 2/3 af trénu með fyrstu uppskerunni eftir að tréð hefur náð um það bil 20 ára aldri. Þunnt lag af innri berki veitir trénu einstaka hæfileika sína til að lifa af og endurnýjast.

Mosi

Mosi

Hreindýramosi vex villtur í norður skandinavíu og á norðurheimskautssvæðum. Mosinn er meðal annars notaður sem fylliefni í kofa, í mat, skreytingar ofl. Hreindýramosinn er hand-týndur samkvæmt ströngum reglum og skilyrðum (ISO9001) og hefur framúrskarandi eiginleika til að draga í sig hljóð.

Nordgrona Convex

Nordgrona Convex er hágæða hljóðdeyfir búinn til  skandinavískum hreindýramosa

Norgrona ceiling

Nordgrona ceiling - Náttúrulega hljóðeinangrandi efni 

Nordgrona Pixel

Nordgrona Pixel - Byggðu þitt eigið hljóðdeyfandi yfirborð úr náttúrulegum hreindýramosa

Nordgrona Saga

Nordgrona Saga - Hljóðdeyfandi korkveggklæðning í hefbundinni skandinavískri hönnun