
Nano Tape límband glært með lími báðum megin 3m
PD250004
Lýsing
Þetta límband, sem er með lími báðum megin, er alltaf gott að eiga til í skúffunni. Með því er einfalt að festa og líma hluti t.d. á vegg, festa snúrur undir skrifborðinu svo lítið fari fyrir þeim eða til að nota undir mottur svo þær haldist á sínum stað. Engin burðargeta er gefin upp því hún fer í raun eftir því hvað þú vilt festa og hvar, en ekki er mælt með því að nota það á málaðan vegg, veggfóður eða vefnaðarvörur því límbandið er sterkt og gæti rifið upp yfirborðið ef þú ákveður að fjarlægja það.
- Litur: Glær
- Lengd: 3 metrar
- Breidd: 3 cm
- Merki: Double Tape, mottustoppari
- Framleiðandi: Panduro