Næðisklefar Frá Abstracta | A4.is

NÆÐISKLEFAR

Húsgögn

Njóttu þess að vinna í næði

Næðisklefarnir frá Abstracta sameina fallega hönnun og nútímalegt útlit með góðri hljóðvist. Þeir eru sérstaklega hannaðir til að skapa friðsælt umhverfi innan rýmis þar sem kliður og umgangur getur truflað. Næðisklefarnir henta því frábærlega í til dæmis opna vinnurýmið, í matsalinn og á bókasafnið.

Klefarnir bjóða upp á rólegt og afslappað umhverfi. Þeir eru hljóðeinangrandi og veita þér tækifæri til að bregða þér afsíðis til að vinna í rólegheitum og einbeita þér án truflunar, til dæmis þegar þú ert að vinna stórt verkefni eða funda með viðskiptavini á fjarfundi í gegnum tölvuna.

Næðisklefarnir koma í ýmsum útgáfum og hægt er að setja þá saman eins og hentar þörfum hvers og eins. Til dæmis er hægt að fá þá í mismunandi stærðum og án gólfs og lofts. Lögð er áhersla á þægindi og góða aðstöðu í klefunum með þægilegum sætum, góðu vinnuborði og lýsingu sem hægt er að stilla eftir þörfum. Öflug lofræsting er í lokuðu klefunum og LED lýsing og rafmagnsinnstunga staðalbúnaður.

Kíktu til okkar í sýningarsal húsgagnadeildarinnar, Skeifunni 17, eða sendu okkur tölvupóst á husgogn@a4.is til að fá frekari upplýsingar um næðisklefana sem við bjóðum upp á.