

Tilboð -20%
Monopoly Original
NG494158
Lýsing
Hið klassíska og vinsæla fasteignaspil sem margir þekkja er hér í nýrri útgáfu. Hér er farið um Reykjavík og leikmenn keppast um að kaupa verðmætar götur, samgöngumiðstöðvar og þjónustufyrirtæki. Leiðin til sigurs felst í að sýna fyrirhyggju, fjárfesta vel og gera góða samninga því fleiri eignir gefa meiri leigutekjur. Sá leikmaður sigrar sem á enn reiðufé þegar allir hinir eru orðnir gjaldþrota.
- Fyrir 8 ára og eldri
- Fjöldi leikmanna: 2-6
- Spilatími: 60-180 mínútur
- Höfundur: Elizabeth J. Magie
- Merkingar: Fjölskylduspil, borðspil, spil á íslensku, matador
Aðferð: Byrjað er á byrjunarreit og ferðast um spilaborðið; á leiðinni eru eignir keyptar og seldar og hús og hótel byggð. Þegar leikmaður lendir á eignum sem annar leikmaður á þarf að borga leigu en viðkomandi eigandi þarf sjálfur að fylgjast vel með og rukka leiguna. Svo má ekki gleyma því að rukka bankann um 20.000 krónur í hvert sinn sem farið er yfir byrjunarreit. Ef einhverjum leikmanni vegnar ekki vel í viðskiptunum getur hann veðsett eignir sínar eða reynt að gera samninga við aðra leikmenn. Sá sem safnar mestum auði og nær einokunarstöðu stendur uppi sem sigurvegari.
Eiginleikar