Mohair | A4.is

Mohair

Mohairull, eða móhár, er angóraullarefni, unnin af ull angórugeitar. Angórugeit er þakin loðnu hári, ólíkt öðrum geitum, en talið er að hún hafi þróað þennan sérstaka feld vegna umhverfisaðstæðna. Angóraullin er talin sérlega góð vegna þess hversu silkimjúk hún er. Hún er mýkri en ull af sauðfé og hefur áberandi gljáa og ljóma. Mohairullin er talin lúxusvefnaður og því eru flíkur úr henni oft mjög dýrar. Algengt er að blanda henni saman við önnur efni þar sem hún er teygjanleg og gefur fallegan glans og góða endingu. 

Nokkrir kostir mohairullarinnar eru þeir að hún:

  • er silkimjúk og létt
  • hefur áberandi gljáa og ljóma
  • er teygjanlegri en aðrar ullartegundir
  • er teygjanleg
  • er endingargóð
  • þæfist ekki
  • er ekki mjög eldfim
  • hentar mjög vel fyrir viðkvæma húð þar sem hún er svo mjúk og ertir ekki